top of page

Á sjónvarpsskjáum, í tímaritum og á netmiðlum birtast þjóðþekktir einstaklingar sem tróna á toppi íslensk samfélags. Einstaklingar sem virðast nánast ósnertanlegir. Þetta fólk gegnir oftar en ekki mikilvægum stöðum í íslensku atvinnulífi, t.d. forstjórar, stóreignafólk, afreksmenn í íþróttum og tónlistarfólk.

Frá leikskólaaldri erum við spurð hvað við ætlum að vera þegar við verðum stór. Hugmyndin að þáttunum kviknaði út frá því. Íslendingar eiga það flestir sameiginlegt að hafa unnið frá unga aldri. Því ekki að snúa spurningunni á hvolf? Taka fyrir einstaklinga sem eru orðnir „stórir“ í samfélaginu og spurja þá hvað þeir voru þegar þeir voru litlir.

Ætlunin er að láta andstæður mætast. Tveir nemendur taka á móti t.d. forstjóra, athafnamanni eða -konu. Gestur þáttarins sækir nemandurna í skólann. Þeir eiga lyklaskipti. Annar nemandinn fær forstjóradrossíuna og gesturinn ekur burt á skóladruslunni ásamt hinum nemandanum. Gestur þáttarins og nemandinn fara saman yfir þann tíma þegar athafnamanneskjan var að stíga sín fyrstu skref á atvinnumarkaðnum. Þeir ræða öll þau störf sem gesturinn er ekki þekktur fyrir og myndi ekki setja á ferilskrána sína. Á sama tíma ekur hinn nemandinn rakleiðis á drossíunni á núverandi vinnustað gestsins. Sá einstaklingur fær ekki aðeins innsýn inn í vinnustaðinn heldur tekur við starfi gestsins. Gesturinn heimsækir fyrstu vinnustaði sína og gengur í hvert starfið á fætur öðru. Þátturinn skiptir svo öðru hverju yfir á óþroskaðann nemandann í forstjórastöðunni sem hefur mestan áhuga á hinum ýmsu fríðindum sem fylgja starfinu. „What, er þetta í alvöru frítt hérna?“ - „Úff, ég gæti vanist þessu!“

Í lok dagsins situr nemandinn fyrir framan tölvuskjáinn og bætir nýju starfi á ferilskrána „Forstjóri Actavis. Tímabil: 21. Ágúst. 2015 milli klukkan 08:00 – 16:00“

Í lok þáttaraðarinnar eru nemendurnir tveir komnir með eina fjölbreyttustu og bestu ferilskrá á íslenskum vinnumarkaði.

 

Verkefnið ætti að vera tiltölulega ódýrt í framleiðslu. Framvinda þáttanna fer að öllu leiti fram í fyrirtækjum víðsvegar um bæinn. Þar af leiðandi verða þættirnir gífurleg auglýsing fyrir fyrirtækið sem tengist gestinum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

bottom of page